mobile navigation trigger mobile search trigger
03.11.2016

2. fundur ungmennaráðs veturinn 2016 - 2017

2. FUNDUR

UNGMENNARÁÐS FJARÐABYGGÐAR VETURINN 2016 – 2017

HALDINN FIMMTUDAGINN 3. NÓVEMBBER 2016

15:30 – 16:50

Á BÆJARSKRIFSTOFUNUM REYÐARFIRÐI

Mætt voru Daði Þór Jóhannsson, Katrín Björg Pálsdóttir, Jóhanna Lind Stefánsdóttir, Hlynur Örn Helgason, Bóas Kár Garski Ketilsson, Sara Rut Vilbergsdóttir og Bjarki Ármann Oddsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

  1. Heimsókn frá ULM nefnd

Fulltrúar frá ÚÍA sem sitja í undirbúningshóp fyrir Ungmennalandsmót Íslands 2017, sem haldið verður á Egilsstöðum, komu í heimsókn og ræddu við ungmennaráð Fjarðabyggðar um mótið og óskuðu eftir tillögum að framkvæmd þess. Ágætis umræður voru í hópnum og var ákveðið að senda tillögur á ÚÍA eftir næsta fund Ungmennaráðs.

  1. Talning atkvæða úr skuggakosningum vegna Alþingiskosninganna

Ungmennaráð taldi atkvæði úr skuggakosningu til Alþingis sem haldin var í Fjarðabyggð þann 29. október síðastliðin. Úrslit kosninganna voru þannig:

 

                         Hlutfall atkvæða        Fjöldi þingmanna

Alþýðufylkingin             3%

Björt Framtíð                5%

Dögun                         2%

Flokkur Fólksins            5%

Framsóknarflokkurinn   28%                      4

Píratar                         9%                       1

Samfylkingin                3%

Sjálfstæðisflokkurinn    23%                      3

Viðreisn                       8%                       1

Vinstri græn               14%                       1

               

  1. Kosning formanns og varaformanns ungmennaráðs

Ungmennaráð kaus sér sér formann og varaformann. Formaður ungmennaráðs var kjörin Katrín Björg Pálsdóttir og varaformaður Daði Þór Jóhannsson.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:43.

Fundargerð ritaði Bjarki Ármann Oddsson.