mobile navigation trigger mobile search trigger
27.06.2017

526. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 526. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, 26. júní 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason Formaður, Jón Björn Hákonarson Varaformaður, Elvar Jónsson Varamaður, Gunnar Jónsson Embættismaður, Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður og Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði Gunnlaugur Sverrisson. 

Dagskrá: 

1.

1705109 - Rekstur málaflokka 2017 - TRÚNAÐARMÁL

Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir janúa - apríl 2017 ásamt tekjum og launakostnaði fyrir janúar - maí 2017.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:33

2.

1703037 - Blómsturvellir 26-32 - sala (leikskólinn Sólvellir)

Framlagt annað tilboð frá Leigufélaginu Stöplum í fasteignina Blómsturvellir 26-32 í Neskaupstað. Gildistími tilboðs er til 26.júní. Einnig framlagt tilboð frá Hulinn ehf. Gildistími tilboðs er til 26.júní. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Hulinn ehf. að fjárhæð kr. 15.000.000.

Gestir

Fjármálastjóri - 08:45

3.

1706096 - Áskorun frá stýrihóp um Heilsueflandi Samfélag í Fjarðabyggð

Bréf frá Stýrihóp um heilsueflandi Samfélag í Fjarðabyggð. Stýrihópur um heilseflandi samfélag í Fjarðabyggð hvetur nefndir sveitarfélagsins að halda gildum Heilsueflandi samfélags á lofti við komandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2018. Visað til fastanefnda til kynningar.

4.

1504173 - Lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði

Lögð fram drög að verksamningi við Ísar ehf vegna "Eskifjörður - Lenging Netagerðarbryggju 2017" til samþykktar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir verksamning og felur bæjarstjóra undirritun hans.

5.

1706124 - Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu 2017

Fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 19.júní 2017, lögð fram til kynningar. Vísað til fræðslunefndar til kynningar.

6.

1701059 - Fundargerðir stjórnar SSA 2017

Fundargerð stjórnar SSA frá 20.júní 2017, lögð fram til kynningar.

7.

1706094 - Fjögurra ára samgönguáætlun 2018 til 2021 - Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum

Bréf frá Vegagerðinni dags. 15. júní 2017 vegna fjögurra ára samgönguáætlunar 2018 - 2021. Þar er gefinn kostur á að sækja um í næstu fjögurra ára samgönguáætlun til hafnarframkvæmda, frumrannsókna og sjóvarna. Umsóknir skulu berast fyrir 15. júlí 2017. Hafnarstjórn hefur falið framkvæmdastjóra að sækja um vegna grjótvarna og framkvæmda sem framundan eru hjá hafnarsjóði. Vísað til bæjarstjóra til skoðunar.

8.

1706126 - Íslensk sveitarfélög 2017 - skýrsla Íslandsbanka

Lögð fram til kynningar skýrsla Íslandsbanka um stöðu íslenskra sveitarfélaga 2017.

9.

1706128 - Landsmót UMFÍ 50 árið 2019 í Neskaupstað

Landsmót UMFÍ fimmtíu ára og eldri verður haldið í Neskaupstað í júní 2019. Vísað til bæjarstjóra til undirbúnings.

10.

1706009F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 37

Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 37 frá 21.júní 2017, samþykkt í umboði bæjarstjórnar.

10.1

1604052 - Heilsueflandi samfélag - Fjarðabyggð

10.2

1706096 - Áskorun frá stýrihóp um Heilsueflandi Samfélag í Fjarðabyggð

10.3

1705194 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2018

10.4

1706018 - Starfs- og fjárhagsáætlun 2018 íþrótta- og tómstundanefnd

Bæjarráð felur forstöðumanni Safnastofnunar að leggja fram minnisblað í menningar- og safnanefnd vegna forvörslu á Ljósmyndasafni Fjarðabyggðar. 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:25.