mobile navigation trigger mobile search trigger
23.05.2019

Mannauðsstjóri Fjarðabyggðar

Mannauðsstjóri Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð auglýsir starf mannauðsstjóra laust til umsóknar 

Starf mannauðsstjóra er nýtt starf í stjórnkerfi Fjarðabyggðar sem heyrir undir bæjarstjóra samkvæmt skipuriti. Mannauðsstjóri starfar þvert á svið sveitarfélagsins. Leitað er að einstaklingi með mikinn áhuga og reynslu af mannauðsmálum.

Helstu verkefni:

 • Ábyrgð mannauðs- og vinnuverndarmála.
 • Ábyrgð persónuverndarmála.
 • Yfirumsjón með jafnlaunavottun og jafnlaunagreiningum.
 • Yfirumsjón með skipulagi fræðslu og starfsþróunarsamtala.
 • Yfirmumsjón með launákvörðunum og stuðningur við launafulltrúa vegna launasetningar.
 • Stuðningur og fræðsla stjórnenda á sviðum mannauðs- og persónuverndarmála.
 • Eftirlit með mannauðsupplýsingum og skráningu upplýsinga í mannauðskerfi.
 • Umsjón með þjónustu á sviði mannauðsmála til stjórnenda og starfsmanna.
 • Umsjón með árangursmælingum og könnunum m.a. um starfslíðan starfsmanna.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Viðbótarmenntun í stjórnsýslu eða lögfræði sem nýtist í starfi er æskileg.
 • Víðtæk reynsla og þekking af mannauðsmálum er skilyrði.
 • Reynsla og þekking af persónuvernd eða opinberri stjórnsýslu er æskileg.
 • Stjórnunarreynsla eða reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.
 • Reynsla af stefnumótun og teymisstarfi er æskileg.
 • Góð málakunnátta og færni til að setja fram mál í ræðu og riti

Starfið gegnir veigamiklu hlutverki í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega vinnu.

Starfslýsing mannauðsstjóra Fjarðabyggðar.pdf

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Allar frekari upplýsingar veitir Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í síma 470 9000 eða á netfanginu karl.petursson@fjardabyggd.is  

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2019 og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2019

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is