mobile navigation trigger mobile search trigger
23.04.2019

Sumarstarf í félagslegri heimaþjónustu

Laus er til umsóknar staða sumarstarfsmanns við afleysingar í félagslegri heimaþjónustu II. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.

Í starfinu felst meðal annars að:

  • Veita félagslegan stuðning og persónulega aðstoð við notanda.
  • Veita notanda aðstoð við öll almenn heimilisstörf sem hann getur ekki annast sjálfur
  • Fara með notanda í innkaupaferðir, í banka eða á álíka staði
  • Annað sem til fellur til þess að auðvelda notendum eðlilegt heimilislíf

 

  • Hæfniskröfur:
  • Sjálfstæði í faglegum vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og framúrskarandi samstarfshæfni.

Starfslýsing heimaþjónusta II.pdf
Laun eru samkvæmt samningum launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar um starfið gefur Guðrún Lilja Magnúsdóttir í síma 861 3074 og í gegnum netfangið gudrun.magnusdottir@fjardabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2019

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér