STJÓRNSÝSLU- OG ÞJÓNUSTUSVIÐ
Hlutverk stjórnsýslu- og þjónustusviðs Fjarðabyggðar er að vinna fyrir bæjarbúa og stuðla að skilvirkri og góðri þjónustu. Sviðið er ábyrgt fyrir almennri þjónustu bæjarskrifstofu, stjórnsýslu og skjalamálum, gæðamálum, mannauðs- og kjaramálum, upplýsingatæknimálum, markaðs- og kynningarmálum, menningar- og safnamálum, atvinnu- og ferðamálum auk ýmissa þróunarmála. Sviðið er stoðsvið sem veitir þjónustu þvert á fagsvið sveitarfélagsins.eew
Í þjónustu felst m.a. ráðgjöf til stjórnenda í þeim málum sem falla undir sviðið. Þá annast sviðið undirbúning funda bæjarstjórnar, bæjarráðs og menningar- og nýsköpunarnefndar framkvæmd þeirra og afgreiðslu mála. Sviðið er skipað átta starfsmönnum sem vinna saman í þremur teymum og er áhersla lögð á þétt samstarf starfsmanna um lausnir verkefna. Teymin eru stjórnsýslu- og þjónustuteymi, mannauðs- og kjarateymi og markaðs-, atvinnu- og menningarteymi.