mobile navigation trigger mobile search trigger
04.11.2015

Fjarðabyggð keppir í Útsvari

Fjarðabyggð etur kappi við Vestmannaeyjabæ í Útsvari á RÚV nk. föstudagskvöld kl. 20:40.  Lið Fjarðabyggðar er skipað þeim Davíð Þór Jónssyni, Hákoni Ásgrímssyni og Heiðu Dögg Liljudóttur.

Fjarðabyggð keppir í Útsvari

Útsvar er í beinni útsendingu en umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir, spurningahöfundar eru Gunnar Hrafn Jónsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og dómari er Sveinn Guðmarsson.

Frétta og viðburðayfirlit