Míla hefur nú tengt ljósleiðara í Breiðdalsvík og mun klára að tengja 14 staðföng á Fáskrúðsfirði 19. maí nk. og tengja fyrsta fasa á Stöðvarfirði 22. maí. Fólk og rekstur á Breiðdalsvík geta því nú pantað sér nettengingu um ljósleiðara Mílu frá sínu fjarskiptafélagi.
16.05.2025
Lokið við ljósleiðaravæðingu á Breiðdalsvík

Hægt er að sjá lista yfir fjarskiptafélög sem selja netþjónustu um ljósleiðara Mílu á https://www.mila.is/get-eg-tengst. Einnig er hægt að óska eftir sölusímtali í gegnum Get ég tengst? uppflettinguna á þeirri vefsíðu.
Míla er búin að hefja húsaskoðun og framkvæmdir í Neskaupsstað. Við hvetjum íbúa í Neskaupsstað til að taka vel á móti húsaskoðunarfólki á vegum Mílu svo allt gangi sem best.
Ljósleiðari Mílu er tenging til framtíðar sem veitir heimilum og atvinnurekstri mikilvægar grunnstoðir sem styrkir samfélag Fjarðabyggðar.