mobile navigation trigger mobile search trigger
28.12.2015

Aðalsteinsbikarinn - Fjórðungsglíma Austurlands

Aðalsteinsbikarinn - Fjórðungsglíma Austurlands - fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði sunnudaginn 27. desember. Tuttugu og tveir keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og þremur flokkum kvenna.

Aðalsteinsbikarinn - Fjórðungsglíma Austurlands

Mótið var hið skemmtilegasta og sjá mátti margar fallegar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.

Eftirtaldir einstaklingar stóðu uppi sem sigurvegarar og hömpuðu  Aðalsteinsbikarnum árið 2015:

Stelpur 10 - 12 ára – Álfheiður Ída Kjartansdóttir

Strákar 10 - 12 ára – Kjartan Mar Garski Ketilsson

Meyjar 13 - 15 ára – Kristín Embla Guðjónsdóttir

Konur - Eva Dögg Jóhannsdóttir

Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Frétta og viðburðayfirlit