mobile navigation trigger mobile search trigger
28.01.2016

Ásmundur Hálfdán valinn glímumaður Reykjavíkurleikanna

Sjö glæsilegir iðkendur frá glímudeild Vals Reyðarfirði kepptu á Reykjavíkurleikunum í glímu og skoskri glímu undir merkjum UÍA.

Ásmundur Hálfdán valinn glímumaður Reykjavíkurleikanna
Í þessum föngulega hópi eru f.v. Hjörtur Elí, Nikólína Bóel, Kristín Embla, Ásmundur Hálfdán, Bylgja Rún, Eva Dögg og Bryndís.

Árangur Ásmundar Hálfdáns Ásmundssonar stóð hvað mest upp úr en hann vann alla sína flokka, sem voru +90 kg. og opinn flokkur í báðum greinum. Einnig var Ásmundur Hálfdán valinn glímumaður mótsins.

Önnur úrslit voru að Eva Dögg Jóhannsdóttir vann bæði -65 kg. og opinn flokk í glímunni en hún tók ekki þátt í skoskri glímu eða „backhold“.

Hjörtur Elí Steindórsson vann -80 kg. flokkinn í glímu og lenti í 3. sæti í opnum flokki. Þá náði Kristín Embla Guðjónsdóttir 3. sæti í +65 kg. flokki í glímu.

Aðrir keppendur UÍA stóðu sig með prýði og voru sumir þeirra að keppa í fyrsta sinn í skosku glímunni.

Þess má til gamans geta að Ásmundur Hálfdán, Eva Dögg og Hjörtur Elí hafa öll verið valin í landslið Íslands sem keppir á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum í apríl á þessu ári.

Frétta og viðburðayfirlit