mobile navigation trigger mobile search trigger
09.12.2022

Er Ísland tilbúið fyrir nýja tíma?

Þann 24. nóvember var haldinn vinnustofa á vegum Orkugarðs Austurlands (OGA) í Sjóminjasafninu í Reykjavík. 

Umræðuefnið var innviðauppbygging sem er nauðsynleg svo orkuskipti geti átt sér stað í skipaflotanum, ásamt spennandi núsköpunarverkefnum og frekari nýting grænna tækifæra á Austurlandi. 

Frummælendur á vinnustofunni voru Jón Björn bæjarstjóri, Anna-Lena Jeppson verkefnastjóri hjá CIP, Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Sigríður Mogensen sviðstjóri iðnaðar- og hugverkasvið. 

Er Ísland tilbúið fyrir nýja tíma?

Markmið íslenskra stjórnvalda er að Ísland nái fullum orkuskiptum árið 2040 og verði þar með fyrst ríkja til að vera óháð jarðefnaeldsneyti. Orkuvinnslan ein og sér er ekki nóg til þess að slíkt sé mögulegt heldur þurfa réttir innviðir einnig að vera til staðar. 

Á vinnustofunni voru orkuskiptin skoðuð í þessu stóra og mikilvæga samhengi.

í lok vinnustofunnar sátu frummælendur fyrir svörum og skapaðist mjög upplýsandi umræða um efnið. 

Fleiri myndir:
Er Ísland tilbúið fyrir nýja tíma?
Er Ísland tilbúið fyrir nýja tíma?
Er Ísland tilbúið fyrir nýja tíma?
Er Ísland tilbúið fyrir nýja tíma?

Frétta og viðburðayfirlit