mobile navigation trigger mobile search trigger
12.12.2022

Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar

Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals voru haldnir 7. og 8. desember. Haldnir voru þrennir tónleikar og komu um 75 nemendur fram á þeim og mættu hátt í 200 áhorfendur. U.þ.b. 100 nemendur stunda nám við skólann og er mikil gróska í starfinu.

Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar

Undirbúningur fyrir jólatónleikana hófst í byrjun nóvember. Mikil áhersla hefur verið lögð á samspil og að nemendur leiki og syngi hvert fyrir annað. Einnig eru kennarar skólans mjög virkir í samspili með nemendum. Efnisskrá tónleikanna var mjög fjölbreytt og metnaðarfull. Nemendur fluttu tónlist allt frá Bach til Bubba á hin ýmsu hljóðfæri. Nemendur fluttu svo frumsamið efni og gömlu jólalögin í bland. 

Fleiri myndir:
Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar
Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar
Jólatónleikar Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar

Frétta og viðburðayfirlit