mobile navigation trigger mobile search trigger
06.06.2015

Metþátttaka í götuþríþrautinni

Tvö met féllu í götuþríþrautinni sem fram fór á Eskifirði í dag, sem jafnframt er sú fjölmennasta frá upphafi. Hér má sjá sigurvegara í keppninni við verðlaunaafhendingu fyrr í dag ásamt Díönu Mjöll Sveinsdóttur, einn af skipuleggjendum þríþrautarinnar.

Metþátttaka í götuþríþrautinni
Díana Mjöll Sveinsdóttir ásamt sigurvegurum í þríþrautinni við verðlaunaafhendingu í dag.

Þetta er í sjöunda sinn sem göturþríþrautin er þreytt á Eskifirði. Jafnframt er þetta fjölmennasta keppnin til þessa, en alls voru 78 þátttakendur skráðir til leiks víðs vegar að af landinu. Keppt er í aldursskiptum flokkum karla og kvenna, sem spanna allt frá Super Sprint að olympískum vegalengdum í hlaupi, hjólreiðum og sundi. Veðrið lék við keppendur og voru aðstæður með besta móti.

Nánar um götuþríþrautina á Eskifirði

Frétta og viðburðayfirlit