mobile navigation trigger mobile search trigger
17.09.2015

Rafveita Reyðarfjarðar 85 ára

Í tilefni af 85 ára starfsafmæli sínu, býður Rafveita Reyðarfjarðar í alvöru grillveislu, laugardaginn 19. september nk. Einnig verður nýja göngubrúin yfir Búðará vígð.

Rafveita Reyðarfjarðar 85 ára

Brúin liggur yfir Búðarárstíflu og tengir saman þau frábæru göngu- og útvistarsvæði sem eru austan og vestan megin árinnar. Rafveitan hafði forgöngu um brúargerðina og naut til þess stuðnings Landsnets og Alcoa Fjarðaáls. 

Í tilefni af 85 ára starfsafmælinu, verður þessi glæsilega brú verður tekin formlega í notkun með samhentu átaki framkvæmdar- og stuðningsaðila. Munu Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa og Ragnar Bjarni Jónsson, Landsneti, klippa á vígsluborðann samtímis með Sigfúsi Guðlaugssyni, rafveitustjóra.  

Afmælishátíðin færir sig síðan um set, niður að rafstöðvarhúsinu, þar sem björgunarsveitin Rafsól bíður með grillveislu að hætti rafveitunnar og ljúfa harmónikutóna. 

Vígsla göngubrúarinnar hefst kl. 17:00 og grillveislan kl. 18:00.

Nóg verður á boðstólum og eru allir velkomnir í veisluna.

Tengt efni

Ný göngubrú yfir Búðará

Rafveita Reyðarfjarðar 85 ára.pdf

Fleiri myndir:
Rafveita Reyðarfjarðar 85 ára
Nýja göngubrúin sem rafveitan hefur látið gera með stuðningi Alcoa Fjarðaáls og Landsnets.

Frétta og viðburðayfirlit