mobile navigation trigger mobile search trigger
24.05.2016

Snillingar á leikskólanum Dalborg

Útskriftarárgangurinn Snillingar útskrifaðist með láði frá leikskólanum Dalborg á Eskifrði nýlega. Að vanda var farið í skemmtilega útskriftarferð m.a. til Slökkviliðs Fjarðabyggðar.

Snillingar á leikskólanum Dalborg
Snillingar útskrifast frá leikskólanum Dalborg á Eskifrðri

Þann 19. maí sl. fóru Snillingarnir, elsti árgangur leikskólans Dalborgar á Eskifirði, í útskriftarferð. Farið var í rútu í Egilsstaði og kíkt í heimsókn á sveitabæinn Steinholt. Þar fengum við að sjá nokkra stærðir af kálfum, hvolp, kindur og lítil lömb. Snillingunum þótti ekki leiðinlegt að hlaupa frjálst um út í haga eins og beljur að vori.

Þegar búið var að leika sér og grilla í svetini var haldið á slökkvistöðina að Hrauni í Reyðarfirði með viðkomu á andarpollinum á Reyðarfirði.

Það er alltaf jafnmikil upplifun fyrir útskriftarhópinn að heimsækja slökkviliðið. Börnin voru útskrifuð úr verkefninu Logi og Glóð. Síðan fengu þau að prófa hina vinsælu súlu, að sprauta úr mörgum slöngum, fara í körfubílnum langt upp í loft, skoða sjúkrabíla og heyra í sírenum svo að eitthvað sé nefnt.

Eftir skemmtilega útskriftarferð fór fram útskrift í sal grunnskólans og svo gæddu börn, foreldrar, ættingjar og kennarar sé á frábærum veitinum sem foreldrar Snillingana töfruðu fram.

Frétta og viðburðayfirlit