mobile navigation trigger mobile search trigger
22.12.2022

SORPFLOKKUN UM JÓL - OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT Á MÓTTÖKUSTÖÐVUM

Nú þegar desember er gengin í garð í öllu sínu veldi er ekki úr vegi að minna á nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga varðandi úrgang. Jólahátíðinni fylgir allskonar úrgangur og oft á tíðum mikið af honum. Því er mikilvægt að flokka allan þann úrgang sem fellur til eins vel og hægt er.

SORPFLOKKUN UM JÓL - OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT Á MÓTTÖKUSTÖÐVUM

Hér má sjá almennar leiðbeiningar um flokkun endurvinnanlegs úrgangs.

Rétt er að fara sérstaklega yfir nokkra hluti sem algengt er að falli til í kringum jólahátíðina:

Ónýtar jólaseríur: Fara ekki í almennu tunnuna. Þær flokkast sem lítil raftæki og þarf því að skila á næstu móttökustöð.

Sprittkerti: Fara í grænu tunnuna en mikilvægt er að hreinsa burt afgangsvax.

Málmumbúðir: Niðursuðudósir og lok af glerkrukkum fara í grænu tunnuna.

Glerkrukkur: Safna saman og fara með á móttökustöð í glergám

Umbúðir:  Best er að brjóta pappaumbúðir saman svo þær taki minna pláss og fjarlægja allt plast sem getur leynst inn í þeim.  Bæði pappinn og plastið fer í grænu tunnuna.

Rafhlöður: Safna saman í ílát og fara með á næstu móttökustöð eftir þörfum.

Jólapappír: Það má setja allan jólapappír í grænu tunnuna. Best er að brjóta pappírinn saman þannig að hann taki sem minnst pláss.

Pakkabönd: Eru flest úr plasti. Ef svo eru mega þau fara í grænu tunnuna. 

Við hvetjum íbúa eindregið til að geyma það sem heilt er, eins og t.d. jólapappír og skrautborða og nota aftur á næsta ári.

Hér er einnig hlekkur á vef Umhverfisstofnunar þar sem búið er að taka saman allskonar upplýsingar sem gott er að hafa í huga til að halda jól á sem umhverfisvænastan máta. 

Áætlað er að grænan tunnan verður tæmd á milli jóla og nýárs. Minnum fólk á að hreinsa frá tunnum til að auðvelda aðgengi.

 

Opnunartími móttöku og söfnunarstöðva yfir jól og áramót

Aðfangadagur 24. desember - Lokað

Jóladagur 25. desember – Lokað

Annar í jólum 26. desember - Lokað

  1. - 30. desember - Hefðbundin opnun

Gamlársdagur 31. desember - Lokað

Nýársdagur 1. janúar - Lokað

Frétta og viðburðayfirlit