mobile navigation trigger mobile search trigger
27.12.2022

Sorphirða og opnun móttökustöðva

Vegna þungfærðar hefur sorphirða tafist. Í dag (27. desember) verður reynt að klára að taka brúna tunnu á Fáskrúðsfirði, Stöðvafirði og Breiðdalsvík og þær sem eftir voru á Reyðafirði. 

Sorphirða og opnun móttökustöðva

Stefnt er svo að því að byrja að tæma grænu tunnuna í Neskaupstað í fyrramálið, hins vegar er veðurspá næstu daga ekki okkur í hag og því er viðbúið að enn meiri tafir verði á sorphirðu í tengslum við það.

Einnig minnum við fólk á að nauðsynlegt er að hreinsa frá sorptunnum til að hægt sé að tæma þær. Aukaopnun verður á móttökustöðvum í Fjarðabyggð í dag þriðjudag frá klukkan 15 – 18, nema Reyðafirði þar sem opið verður frá 14 -18 og í Neskaupstað frá 15-17, hvetjum við fólk til að nýta sér það.

Frétta og viðburðayfirlit