mobile navigation trigger mobile search trigger
09.07.2015

Stærra og flottara Eistnaflug

Rokkhátíðinni Eistnaflug var hleypt af stokkunum í gærkvöldi með frábærum fjölskyldutónleikum. Gert er ráð fyrir að meira en 2.000 gestum á hátíðina, sem er sú stærsta og flottasta til þessa.

Stærra og flottara Eistnaflug
Frá opnunartónleikunum. (Ljósm. Birta Sæmundsdóttir)

Um fjórðungur gesta eða allt að 500 manns komi erlendis frá. Þá er gert ráð fyrir að 60 ljósmyndarar og blaðamenn mæti á staðinn til að fjalla um þá fjóra daga sem hátíðin stendur. 

Á opnunartónleikunum í gær steig fyrstur á stokk Dr. Gunni. Síðan rak hver gæðasveitin aðra eða Dys, LLNN sem kemur frá Danmörku, The vintage Caravan og Sólstafir, sem flutti verkið Hrafninn flýgur. Tónleikunum lauk síðan á flutningi the Vintage Caravan á sigildu Trúbrotshljómplötunni Lifun.

Í vændum er svo þrír þéttir tónleikadagar með fjölda þekktra hljómsveita, s.s. Agent Fresco, Ham, Brain Police og pólska sveitin Behemoth og Kvelertak frá Noregi. Þær hljómsveitir sem koma fram hafa aldrei verið fleiri en nú, en með því að færa hátíðina úr Egilsbúð yfir í íþróttahúsið í Neskaupstað hefur hún vaxið sem því nemur í fjölda viðburða og gesta.

Glæslegir Off Venue viðburðir fara fram í Egilsbúð og Blúskjallaranum, með m.a. ljóðaupplestri, videoverkum, Hugleiki Dagssyni og fullt af spennandi hljómsveitum. Áhugaverðar umræður fara síðan fram á Hótel Hildibrand. 

Sjá dagskrá Eistnaflugs

Frétta og viðburðayfirlit