mobile navigation trigger mobile search trigger
05.07.2016

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum 8.-10.júlí. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg en hún höfðar bæði til breiðs aldurhóps sem og ólíks áhugasviðs. Því er alveg ljóst að íþróttafólk á öllum aldri, og jafnvel örgustu antisportistar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

Hátíðin bíður upp á allt frá hefðbundu frjálsíþróttamóti upp í ritlistasmiðju. Þar sem dagskráin er einkar fjölbreytt í ár og sett með það markmið í huga að allir aldurshópar geti fundið eitthvað við sitt hæfi hvetjum við alla aldurshópa, þá sér í lagi eldriborgara til þess að kynna sér dagskránna. 

Í dagskránni má finna ýmislegt sem hentar eldra fólki til dæmis Landsbankapúttmót eldri borgara, kökuskreytingar, ljóðaupplestur, ringó, frisbígolf, boccia og fleira. 

Dagskrá Sumarhátíðarinnar

Föstudagur 8. júlí

10:00-12:00  Ritlistarsmiðja í Sláturhúsinu fyrir börn 7-10 ára, í umsjón Kött grá Pjé og Viktoríu Blöndal  

13:00-16.00 Ritlistarsmiðja í Sláturhúsinu fyrir unglinga 11-14 ára, í umsjón Kött grá Pjé og Viktoríu Blöndal  

15:00 Landsbankapúttmót eldri borgara í Pósthúsgarðinum, harmonikkuleikur, kaffi og kræsingar.

16:30 Landsbankapúttmót barna og unglinga í Pósthúsgarðinum, safi og kræsingar.

17:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum

17.30 LVF mótið í borðtennis í Kornskálanum við Sláturhúsið

19:00 Kökuskreytingarkeppni Fellabakarís í Sláturhúsinu

20:00 Ljóðaupplestrarkeppni Bókakaffis í Sláturhúsinu

21:00 Úrslit tilkynnt í ljóðaupplestri og kökuskreytingum, kaffi og kósýheit

21.15 Brettafélagið í Fjarðabyggð bregður á leik með Brettalistum og Parkour fyrir utan Sláturhúsið.

21:30-22:00 Partý í Frystiklefanum, Kött grá pje og fleiri, sjá um stuðið

Laugardagur 9. júlí

9:00-12:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum,

10:00-12:00 Körfuboltasumar KKÍ, landsliðsmenn í körfuknattleik sjá um æfingar í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Ætlað fyrir 6-17 ára

11:00-16:00 Frjálsíþróttamót  á Vilhjálmsvelli, aldursflokkar 11 ára og eldri

13:00-15:00 Knattþrautir, efri völlur við Vilhjálmsvöll.

16:00 Fornleikar Minjasafns Austurlands í Tjarnargarði og allir velkomnir að kíkja inn á Minjasafn.

17:00 Zumba og gleði í Tjarnagarðinum

17:30 Frisbígolfkynning og mót í Tjarnargarði

19:00 Grill og gaman í Bjarnadal, keppni í ringó og strandblaki

Sunnudagur 10. júlí

9:00-13:00 Frjálsíþróttamót á Vilhjálmsvelli, allir aldursflokkar frá 5 ára og yngri og uppúr

10:30 Bocciamót Héraðsprents á Vilhjálmsvelli

11:00 Arionbankamótið í Crossfit í Selskógi, fyrra WOD

11:30-12:30 Rathlaupskeppni N1 í Selskógi

13:00 Litaland Leikhópurinn Lotta, Tjarnargarði. ATH miðverð er 1.900 kr og er ekki innifalið í þátttökugjaldi Sumarhátíðarinnar.

13:00 Byko bogfimikynning og mót í Selskógi

13:30 Bardagasmiðja Sparisjóðs Austurlands í Selskógi

14:00 Arionbankamótið í Crossfit í Selskógi, kynning og seinna WOD

14:00-15:00 Fjölskyldurathlaup N1 í Selskógi

15:00 Fjallahjólakeppni Húsasmiðjunnar í Selskógi

Opnað hefur verið fyrir skráningu hjá UÍA en skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið uia@uia.is. 

Frétta og viðburðayfirlit