mobile navigation trigger mobile search trigger
19.12.2022

Tillaga að deiliskipulagi fyrir skíðamiðstöðina í Oddsskarði - auglýsing

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15.12.2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir skíðamiðstöðina í Oddsskarði samkvæmt við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið er unnið á grundvelli gildandi aðalskipulags Fjarðabyggðar 2020-2040, þar er svæðið skilgreint sem íþróttasvæði(ÍÞ20) fyrir skíðamiðstöð Austurlands. Deiliskipulagssvæðið er um 90 ha og hefur lengi verið í notkun til skíðaiðkunar. Árið 2010 var unnið snjóflóðahættumat fyrir svæðið og kom þá í ljós að gera þarf breytingar innan svæðisins. Í tillögunni felst m.a. að færa byrjendalyftu með tilliti til snjóflóðahættu, skilgreina svæði undir bílastæði og byggingarreiti fyrir þjónustuhús, véla- og áhaldageymslu og fleira.

Deiliskipulagstillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti sem má nálgast frammi á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2, Reyðarfirði og á vef sveitarfélagsins www.fjardabyggd.is undir liðnum tilkynningar, á vefslóðinni www.fjardabyggd.is/thjonusta/skipulags-og-byggingarmal/deiliskipulag frá og með 19.12.2022 til 30.01.2023.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skilað inn eigi síðar en 30.01.2023 undir yfirskriftinni „Deiliskipulag skíðasvæðisins í Oddsskarði - Auglýsing“ á netfangið aron.beck@fjardabyggd.is eða bréflega á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfjörður.

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar

Aron Leví Beck

 

Frétta og viðburðayfirlit