mobile navigation trigger mobile search trigger
20.01.2016

Viðurkenningar í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina

Halldóra Birta Sigfúsdóttir og Nikólína Bóel Ólafsdóttir, nemendur í 9. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, hlutu 1. og 2. sætið í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina „Framtíðin er Núna!“  Um er að ræða verkefni sem fjallar um góðar hugmyndir fyrir heimabyggðina, hugmyndir á sviði velferðar og forvarna, atvinnulífs og tekjuöflunar.

Viðurkenningar í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina
Nikólína Bóel og Halldóra Birta kynna verðlaunaverkefnin sín.

Fjallaði ritgerð Halldóru um hjólreiðastíga en ritgerð Nikólínu fjallaði um þjóðsögusafn.
Þeim Halldóru og Nikólínu var veitt viðurkenning af þessu tilefni við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík fyrr í vikunni.

Fleiri myndir:
Viðurkenningar í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina
Frá verðlaunaafhendingunni sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík.

Frétta og viðburðayfirlit