mobile navigation trigger mobile search trigger
28.12.2022

Staða mála varðandi snjómokstur 28. desember

Talsverð ofankoma hefur verið í Fjarðabyggð að undanförnu og mikið af snjó safnast upp og nú er unnið að mokstri og hreinsun gatna í öllum hverfum Fjarðabyggðar. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir. Vegna bilana í snjómoksturstækjum hefur mokstur á Eskifirði því miður ekki gengið sem skyldi, en unnið er að því að fjölga tækjum þar.

Staða mála varðandi snjómokstur 28. desember

Fyrir frekari upplýsingar í tilhögun snjómoksturs og hálkueyðingar í Fjarðabyggð er bent á verklagsreglur sem finna má á heimasíðunni með því að smella hér. Kort sem sýna þjónustuflokka gatna í hverjum byggðakjarna má svo finna hér. Við minnum á að hægt er að koma ábendingum varðandi snjómokstur á framfæri í gegnum heimasíðu Fjarðabyggðar með því að smella hér

Frétta og viðburðayfirlit