mobile navigation trigger mobile search trigger
13.03.2020

Tilkynning frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar vegna COVID-19

Meðfylgjandi er tilkynning frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar með upplýsingum um þjónustu sviðsins í vegna COVID-19 veirunnar. Upplýsingarnar verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir.

Tilkynning frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar vegna COVID-19.pdf

Information about responses to the current health alert regarding COVID-19.pdf

Tilkynning frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar vegna COVID-19

Þar sem neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Skólar munu halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er. Komi til lokunar skóla munu starfsmenn skóla halda áfram störfum þó að nemendur og/eða starfsfólk verði sent heim vegna sóttvarnarráðstafana.

Í leikskólum mun starfsfólk hafa aðgengilegar upplýsingar um skipulag á faglegu starf á heimasíðum skólanna. Foreldrar eru hvattir til að gefa sér daglega stund til þess að nýta námsáætlanir leikskólanna til að styðja við nám barnanna ef til lokunar skóla kemur. Deildarstjórar munu upplýsa forráðamenn nánar.

Í grunnskólum mun starfsfólk hafa aðgengilegar upplýsingar á heimasíðum skólanna og námsáætlanir verða aðgengilegar í Mentor . Einnig getur hluti nemenda nýtt sér aðgang sinn að Google-svítunni. Verið er að undirbúa heimanám fyrir nemendur ef til lokunar skóla kemur.

Í tónlistarskólum mun starfsfólk senda upplýsingar til nemenda og forráðamanna. Verið er að undirbúa heimanám fyrir nemendur ef til lokunar skóla kemur.

Í félagsmiðstöðvum fellur öll starfsemi niður ef til lokunar skóla kemur.

Skólar munu senda út nánari upplýsingar ef þurfa þykir.

Í skólunum hefur nú þegar margt verið gert til þess að auka hreinlæti og draga úr sýkingarhættu. Handspritti hefur víða verið komið fyrir og nýjar reglur teknar upp í afgreiðslu á mat í skólunum.

Leiðbeiningar um hvernig draga megi úr sýkingarhættu hefur verið komið fyrir á völdum stöðum í skólunum á nokkrum tungumálum. Starfsmenn hafa farið yfir handþvott með nemendum og frætt þá um mikilvægi hreinlætis. Lögð er áhersla á að þrífa vel yfirborðsfleti, svo sem handrið, hurðarhúna, ljósarofa og fleira. Það er mikilvægt samfélagslegt verkefni að tryggja að menntun og skólahald líði sem minnst fyrir þessar aðstæður og því treystum við á góða samvinnu heimila og skóla nú sem endranær.

Heimaþjónusta við aldraðra og öryrkja ásamt félagslegri liðveislu mun haldast óbreytt á meðan ekki hafa greinst smit. Áhersla er lögð á aukið hreinlæti starfsmanna og þjónustuþegar upplýstir um mikilvægi þess eins og þörf er á.

Ef þjónustunotandi veikist er honum skylt að tilkynna það til þjónustuveitanda.

Á meðan á heimsfaraldri stendur gæti þurft að skerða þjónustu af öryggisástæðum.

Tryggt verður að þeir sem ekki geta verið án þjónustu fái hana þrátt fyrir að um einhverja þjónustuskerðingu geti verið að ræða.

Starfsfólk heimaþjónustu er skylt að nota hlífðarfatnað og gleraugu þar sem við á.

Þjónusta við einstaklinga á búsetukjörnum og dagþjónusta aldraðra

Áhersla er lögð á aukið hreinlæti starfsmanna og þjónustuþegar upplýstir um mikilvægi þess eins og þörf er á. Á meðan á heimsfaraldri stendur gæti þurft að skerða þjónustu af öryggisástæðum. Tryggt verður að þeir sem ekki geta verið án þjónustu fái hana þrátt fyrir að um einhverja þjónustuskerðingu geti verið að ræða. Starfsfólki er skylt að nota hlífðarfatnað og gleraugu þar sem við á. Heimsóknir eru óheimilar í búsetukjarna og í dagþjónustu ef til veikinda kemur. Mælst er til þess að heimsóknum sé stillt í hóf að svo stöddu.

Frétta og viðburðayfirlit