mobile navigation trigger mobile search trigger

Bílabíó: Dancer in The Dark

21.09.2020

Klukkan 21:00

Menningarstofa Fjarðabyggðar, RIFF og Kvikmyndafélag Austurlands bjóða til bílabíós mánudagskvöldið 21. september kl. 21:00. Sýnd verður hin margverðlaunaða Dancer in The Dark (2000) í leikstjórn Lars Von Trier en myndin skartar Björk Guðmundsdóttur í aðalhlutverki en hún samdi einnig tónlist myndarinnar. Björk var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir besta frumsamda lagið í kvikmynd, „I‘ve Seen It All“ og hlaut hún Cannes verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki en þar hlaut myndin aðalverðlaun hátíðarinnar - Palme d'Or.

Bílabíó: Dancer in The Dark
Sýningin á Dancer in the Dark er liður kynningu á 17. RIFF hátíðinni sem hefst í vikunni.
Sýningin í bílabíóinu á Eskifirði er gjaldfrjáls svo allir geti notið en hægt verður að láta gott af sér leiða og styðja við starf Rauða krossins á Eskifirði með frjálsum framlögum:
Kennitala: 590679-0549
Banki 0166-26-5305
Athugið að það verður hvorki salernisaðstaða né sala á veitingum á staðnum. Þetta er gert til að koma í veg fyrir samskipta- og snertifleti manna á milli. Fólk er beðið um að virða náungann og halda sig í sínum bílum á meðan á viðburði stendur og fara eftir þeim reglum og viðmiðum sem almennt eru settar af hálfu Heilbrigðisráðuneytis og Almannavarna. Einnig er mælst til að það séu einungis fjölskyldur saman í bíl og að fólk sýni aðgát í alla staði í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu nú um stundir.
Í ár verður Reykjavík International Film Festival (RIFF) haldið í 17. skiptið. RIFF er einn stærsti og fjölbreyttasti menningaviðburður Íslands, og spilar stórt sess í kvikmyndamenningu landsins.
Hátíðin sjálf verður haldin 24. september til 4. október í Reykjavík og á netinu. En viku fyrir hátíðina mun merkt rúta fara hringinn í kringum landið og heimsækja skóla á öllum stigum, þar sem evrópskar barna og stuttmyndir verða kynntar og á kvöldin verða haldin bílabíó víðsvegar á landsbyggðinni.

Frétta og viðburðayfirlit