mobile navigation trigger mobile search trigger
03.11.2016

Fjárhagsáætlun tekin til fyrri umræðu

Fjarhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 var ásamt þriggja ára áætlun 2018 - 2020 tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Ljúka ber síðari umræðu fyrir 15. desember nk.

Fjárhagsáætlun tekin til fyrri umræðu

Það grunnmarmkið fjárhagsáætlana, að treysta rekstrargrundvöll veitarfélagsins með hallalausum rekstri, stendur óbreytt á milli ára. Þessu markmiði verður náð með því að bæjarsjóður standi undir afborgunum lána ásamt öðrum skuldbindingum. Þá verða ekki tekin lán fyrir rekstri eða reglubundnum afborgunum lána.

Megináherslur í rekstri eru einnig í óbreyttar á milli ára, með þeim fyrirvara þó að enn gætir óvissu í ytra rekstrarumhverfi sveitarfélagsins, s.s. vegna loðnuveiða, gengisstyrkingar krónunnar og áhrifa mótframlags í lífeyrissjóð á endanlegan launakostnað sveitarfélagsins. Er því gert ráð fyrir, að umfjöllun um áætlanirnar geti tekið lengri tíma en ella.

Áframhaldandi áhersla á velferð fjölskyldunnar
Áhersla verður áfram lögð á velferð fjölskyldufólks í Fjarðabyggð. Gjaldskrárhækkunum er almennt mjög stillt í hóf og standast þær samanburð við önnur sveitarfélög. Systkinaafsláttur í leikskólum, sem og milli frístundaheimila og leikskóla, er ásamt tónlistarskólagjöldum með því hagstæðasta sem gerist á landinu.

Framkvæmdir og atvinnuþróun
Þá endurspeglast í fjárhagsáætluninni sá áhugi sem fjárfestar sýna Fjarðabyggð, aðallega fyrir sterka innviði sveitarfélagsins. Hefur þessi áhugi einkum beinst að atvinnuuppbyggingu í hafnsækinni starfsemi, s.s. vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Þá kallar sterkur og vaxandi sjávarútvegur í sveitarfélaginu einnig á auknar framkvæmdir í hafnarmannvirkjum.

Rekstur A hluta í járnum
Helstu lykiltölur eru þær, að rekstrarafgangur af samstæðu A og B hluta á árinu 2017 fyrir fjármagnsliði er áætlaður 712 m.kr. Þar af er rekstrarafgangur A hluta 275 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða verður um 319 m.kr. afgangur af rekstri A og B hluta, þar af um 0,5 m.kr. af rekstri A hluta. Þriggja ára áætlun gerir ráð fyrir rekstrarafgangi af A hluta og af samstæðu öll árin.

Skuldaviðmið fer áfram lækkandi
Skuldaviðmið samstæðu Fjarðabyggðar er áætlað 123% í árslok 2017. Skuldir og skuldbindingar, sem hlutfall af heildartekjum, eru áætlaðar 137,6% í árslok 2017 og 124,5% í árslok 2020. Framlegðarhlutfall (EBIDTA) er áætlað rúm 18% í samstæðu og rúm 10% í A hluta á tímabilinu 2017 – 2020 og helst það nokkuð stöðugt í langtímaáætlunum sveitarfélagsins.

Tekjuhækkun lítil á milli ára
Áætlunin gerir einungis ráð fyrir 1% hækkun útsvarstekna á milli áætlana þ.e. frá upphaflegri áætlun 2016 til áætlunar ársins 2017. Skýrist sú litla hækkun af þróun sjávarútvegs og áliðnaðar, styrkingu íslensku krónunnar og áhrifum viðskiptabanns á innflutning sjávarafurða til Rússlands.

Áætlað er að síðari umræða um fjárhagsáætlanirnar fari fram á fundi bæjarstjórnar 1. desember nk.

Fjárhagsáætlun 2017 - Fyrri umræða

Fjárhagsáætlun 2018 - 2020 - Fyrri umræða

Starfsáætlun 2017 - Fyrri umræða

Frétta og viðburðayfirlit