mobile navigation trigger mobile search trigger
10.06.2016

Góða veðrið vel nýtt í Kærabæ

Farið var í fjöruferð og náttúran notuð í stærfræðikennslu og læsi. 

Góða veðrið vel nýtt í Kærabæ

Börn og starfsfólk Kærabæjar hefur notið veðurblíðunnar sem leikið hefur við austfirðinga undanfarnar vikur.

Kennsla hefur farið fram að stærstum hluta utandyra þar sem vettvangsferðir hafa verið notaðar til kennslu eins og svo oft áður. Farið var í fjöruferð til að skoða og rannsaka dýr og plöntur í fjörunni.  Einn hluti af stærðfræðikennslu og læsi er að geta lesið form úr umhverfi sínu, sem eru mjög víða. Hvort heldur af mannavöldum eða frá náttúrunnar hendi. Fátt er betra en að fá að vera léttklædd úti eða fá tækifæri til að kæla sig þegar hitinn er mikill.

Fleiri myndir:
Góða veðrið vel nýtt í Kærabæ
Góða veðrið vel nýtt í Kærabæ
Góða veðrið vel nýtt í Kærabæ

Frétta og viðburðayfirlit