mobile navigation trigger mobile search trigger
18.12.2023

Hafnarvörður hjá Fjarðabyggðarhöfnum

Fjarðabyggðarhafnir auglýsa laus til umsóknar starf hafnarvarðar við Fjarðabyggðarbyggðarhafnir. Um er að ræða fullt starf auk bakvakta. Starfið felur í sér hafnarvörslu, vigtun og þjónustu við viðskipavini hafnarinnar ásamt ýmsum öðrum verkum sem til falla á höfnunum. Starfið er lifandi og kallar á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki. Starfsvettvangur eru hafnir innan Fjarðabyggðar.

Helstu verkefni:

  • Þjónusta við viðskiptavini hafnarinnar s.s. binda og losa skip við komur og brottfarir, afgreiðsla vatns og rafmagns, sorphirða frá skipum, vigtun o.fl.
  • Eftirlit og umsjón með skipakomum, vöruflutningum og öðru því sem um höfnina fer, skráning þeirra og afla í aflaskráningarkerfi Fiskistofu
  • Stjórn á umferð skipa um höfnina og ákvörðun um legustað þeirra, færsla innan hafnar
  • Viðhald, hreinsun og snyrting hafnarbakka og annarra hafnarmannvirkja
  • Snjó- og hálkueyðing af hafnarbökkum, bryggjuköntum, pollum og bílvog.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Hafnargæslumannsréttindi í hafnarvernd kostur
  • Vigtarréttindi kostur
  • Bílpróf
  • Góð íslenskukunnátta
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund

Starfslýsing-hafnarvörður

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og er nú til og með 19. febrúar 2024 og eru umsækjendur af öllum kynjum hvattir til að sækja um. Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum, auk sakavottorðs skulu fylgja umsókn.

Nánari upplýsingar veitir Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri Fjarðabyggðarhafna birgitta@fjardabyggd.is

Sótt er um starfið inná ráðningarvef Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit