mobile navigation trigger mobile search trigger
20.12.2023

Starfsfólk í stuðning II við Lyngholt

Lyngholt er 80 nemenda skóli sem skiptist á 6 deildar. Skólinn er skipaður góðu og metnaðarfullu fagfólki. Lyngholt vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART ásamt því að styrkja innleiðingu nemendalýðræðis. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.

Starfsfólk í stuðning II við Lyngholt

Helstu verkefni:

 • Vinnur undir stjórn deildarstjóra að uppeldi og menntun barnanna.
 • Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
 • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
 • Situr starfsmannafundi, deildarfundi og aðra fundi er viðkoma starfi.
 • Samstarf við foreldra/forráðamenn.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Starfsleyfi sem Þroska- /iðjuþjálfi/ grunnnámi fyrir stuðningsfulltrúa. (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Hæfni og áhugi á að vinna í hóp
 • Reynsla af starfi með börnum
 • Ábyrgð og stundvísi
 • Góð íslenskukunnátta

Um er að ræða 100 % stöðu, sem við hvetjum öll kyn til að sækja um. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar.

Greitt er 50.000 kr. álag fyrir að matast með börnunum og unnið er eftir kjörum um styttingu vinnuvikunnar.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019.

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Nánari upplýsingar gefur: Lísa Lotta Björnsdóttir, leikskólastjóri á lisalotta@skolar.fjardabyggd.is, s. 474-1250 og Gerður Ósk Oddsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, á gerdur@skolar.fjardabyggd.is, s. 474-1280

Frétta og viðburðayfirlit