mobile navigation trigger mobile search trigger
15.04.2015

Ársreikningur 2014 tekinn til fyrri umræðu

Miðvikudaginn 15. apríl 2015 fór fram fyrri umræða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2014. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn.

Ársreikningur 2014 tekinn til fyrri umræðu

Miðvikudaginn 15. apríl 2015 fór fram fyrri umræða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um Ársreikningur Fjarðabyggðar 2014 - fyrri umræða.pdf. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 30. apríl næstkomandi.

Í heildina litið er rekstrarafkoma sveitarfélagsins góð og lækkun skuldaviðmiðs umfram áætlanir, en að sama skapi er niðurstaða A hluta sveitarsjóðs töluvert undir væntingum sem bregðast þarf við.

Rekstrarniðurstaða ársins hjá samstæðu A og B hluta var jákvæð um 361 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta neikvæð um 72 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða, án afskrifta og fjármagnsliða, hjá samstæðu A og B hluta var jákvæð sem nam 1.104 millj. kr. á árinu. Þar af var rekstrarniðurstaða í A hluta 377 millj. kr. Framlegð eða EBITDA nam 20% hjá samstæðu og 9% í A hluta.
Rekstrartekjur, samstæðu A og B hluta sveitarfélagsins, námu samtals 5.458 millj. kr. en þar af námu rekstrartekjur A hluta 4.103 millj. kr. Til samanburðar voru rekstrartekjur samstæðu 5.184 millj. kr. árið 2013.

Rekstrargjöld, án afskrifta, í samstæðu A og B hluta námu 4.353 millj. kr. og þar af voru rekstrargjöld A hluta 3.725 millj. kr. Breyting launa og launatengdra gjalda í samstæðu nam 18% eða um 401 millj. kr. á milli áranna 2013 og 2014. Þar af námu hækkun á lífeyrisskuldbindingum 186 millj.kr. og er hækkunin umtalsvert umfram það sem áætlað var. Annar rekstarkostnaður samstæðu hækkar um 15% á milli ára, en hluti hækkun á rekstrarkostnaði er mætt með auknum öðrum tekjum

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur, í samstæðu A og B hluta, námu 321 millj. kr. samanborið við 100 millj. kr. árið 2013.
Fjárfesting í samstæðu A og B hluta umfram söluverð rekstrarfjármuna, nam samtals 545 millj. kr. á árinu 2014 samanborið við 526 millj. kr. árið áður. Helstu fjárfestingar ársins voru vegna hafnarmannvirkja og leikskólabyggingu.

Afborganir langtímalána námu 559 millj. kr. á árinu og afborganir leiguskuldbindinga namu 94 millj. kr. á árinu eða samtals 653 millj. kr. Tekin voru ný langtímalán á árinu að upphæð 72 millj. kr. Handbært fé lækkaði á árinu um 137 millj. kr. og nam 534 millj. kr. í árslok 2014.
Eignir sveitarfélagsins voru í lok árs 2014 samtals að fjárhæð 11.476 millj. kr., þar af 10.287 millj. kr. fastafjármunir. Langtímaskuldir við lánastofnanir eru 5.393 millj. kr., leiguskuldir 843 millj. kr., skammtímaskuldir 1.190 millj. kr. og lífeyrisskuldbinding 1.869 millj. kr. Heildar skuldir samstæðunnar lækka milli ára um 330 millj. kr.

Eigið fé samstæðu var 2.180 millj. kr. í árslok 2014 samanborið við 1.819 millj. kr. í árslok 2013. Breyting á eigin fé skýrist af rekstrarniðurstöðu ársins.

Skuldaviðmið Fjarðabyggðar og stofnana er um áramótin 2014 er 157% en var 170% um áramótin 2013. Skuldahlutfall Fjarðabyggðar er á sama hátt 170% um áramótin en var 186% 2013. Samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga skal hlutfallið ekki vera hærra en 150% en frestur var veittur í sveitarstjórnarlögum til ársins 2022 um að ná þessu viðmiði. Fjarðabyggð stefnir samkvæmt fjárhagsáætlun að því að skuldaviðmiðið verði komið niður fyrir 150% árið 2015.

Í ársreikningi Fjarðabyggðar 2014 kemur vel fram styrkur sveitarfélagsins. Bendir ekkert til annars en að tekjugrunnur sveitarfélagsins haldi áfram að eflast og styrkjast líkt, enda fjölgar í sveitarfélaginu milli ára um 1,7% á milli áranna 2013 og 2014. Rekstur A hluta og framlegð hans er engu að síður óviðunandi en unnið er að greiningu rekstrarins í sérstöku verkefni í samstarfi við KPMG og Skólastofuna ehf og eru þær skýrslur kynntar í dag í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Þá er skuldsetning sveitarfélagsins yfir viðmiðum og unnið verður áfram að rekstrarlegri hagræðingu, þótt góðum árangri hafi verið náð í því að ná skuldaviðmiði niður og jafnvægi í rekstri til skemmri og lengri tíma. Sterkur tekjugrunnur, sem byggður er meðal annars á sterkum atvinnugreinum í sjávarútvegi, áliðnaði og þjónustugreinum, gefur á hinn bóginn fyrirheit um kraftmikið samfélag til framtíðar litið líkt og áður.

Nánari upplýsingar veita Páll Björgvin Guðmundson bæjarstjóri og Snorri Styrkársson fjármálastjóri í síma 470 9000.

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2014 - fyrri umræða.pdf

Ársreikningur 2014 greinargerð bæjarstjóra.pdf

Frétta og viðburðayfirlit