mobile navigation trigger mobile search trigger
25.07.2013

Dreifikerfi vatnsveitu á Fáskrúðsfirði - Vinsamleg tilmæli til íbúa

Dreifikerfi vatnsveitunnar á Fáskrúðsfirði ræður illa við þær aðstæður sem myndast við mikla notkun. Þetta hefur í för með sér að víða í bænum er ekki nægilegt vatn til almennra heimilisnota og hefur það mikil óþægindi í för með sér fyrir íbúa á þeim svæðum.

Af þessum sökum beinir framkvæmdasvið Fjarðabyggðar þeim tilmælum til íbúa Fáskrúðsfjarðar að spara vatn eftir bestu getu en sem dæmi má nefna að sleppa vökvun á görðum og gæta þess að hvergi sé opið fyrir vatnskrana að óþörfu.

Verkefni til endurbóta á dreifikerfi vatnsveitunnar verða í gangi eitthvað fram eftir hausti.   

 

Frétta og viðburðayfirlit