mobile navigation trigger mobile search trigger
22.04.2024

Stóri plokkdagurinn sunnudaginn 28. apríl

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. 

Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Markmið Rótarýhreyfingarinnar er að dagurinn sé ætlaður öllum sem vilja skipuleggja hreinsunarátak á þeim degi, eða eftir atvikum öðrum degi á svipuðum tíma.

Stóri plokkdagurinn sunnudaginn 28. apríl

HVAÐ ÞARF TIL FARA AF STAÐ?

HVAÐ ÞARF ÉG?

• Glæra plastpoka - best er að hafa tvo poka, setja plastið í einn og allt annað í hinn.

• Snæri eða bensli til að loka plastpokunum svo ekkert fjúki úr þeim þegar búið er að fylla þá.

• Plokktangir eru ágætar, ekki nauðsynlegar. Því ódýrari, því betri, segi ég af reynslu. Því þær sem eru dýrari eru efnismeiri og þá þyngri.

HVERNIG ERUM VIÐ ÚTBÚIN?

• Klæðum okkur eftir aðstæðum. Hanskar eru ákjósanlegir. Öryggisvesti eru ákjósanleg en skilda ef við erum að plokka meðfram vegum eða við götur.

HVERNIG VELJUM VIÐ STAÐ?

• Það er ekki ákjósanlegt að vera í kringum um umferðaþungar götur, nema fólk sé sérstaklega útbúið m.a. í endurskinsvestum.

• Í kringum þjónustukjarna er alltaf mikið plast og umbúðarusl. Þjónustukjarnarnir eru þar sem dagvöruverslanir, skyndibitastaðir, kaffihús, bensínstöðvar og ísbúðir er að finna. Það er iðulega mikið rusl sem fýkur frá ruslatunnum og ruslagámum við þessi svæði.

• Þá eru öruggustu svæðin líklega svæði í kringum íþróttavelli, skólalóðir og opin svæði. Girðingar í kringum þau taka oft drjúgt til sín.

• En við plokkum allstaðar þar sem þarf að plokka

Frekari upplýsingar um plokkdaginn má nálgast inná plokk.is

Hægt verður að nálgast poka frá og með 25. apríl á eftirfarandi stöðum:

Norðfirði - Olís

Eskifirði - Krían

Reyðarfirði - Olís

Fáskrúðsfjörður - Loppan

Stöðvarfjörður - Áhaldahús Fjarðabyggðar

Breiðdalsvík - Áhaldahús Fjarðabyggðar

Hægt verður að afsetja plokkpoka utan við móttökustöðvar eða við safngötur þéttbýliskjarna (rauðlitaðar götur í vefsjá - Vetrarþjónusta/Snjómokstur/Götur).

Fjarðabyggð mun svo safna plokkpokum saman af safngötum 29.-30.apríl.

Frétta og viðburðayfirlit