mobile navigation trigger mobile search trigger
15.04.2024

Nótan Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Í gær fór Nótan fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands með miklum myndarbrag. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og í ár var hún haldin í formi svæðistónleika um land allt. Á uppskeruhátíð Austurlands komu fram nemendur tónlistarskólanna á Vopnafirði, Neskaupstað, Fellabæ, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.

Nótan Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, setti viðburðinn sem var virkilega flottur og vel sóttur og hann sýndi vel það góða starf sem unnið er í tónlistarskólunum og hve hæfileikarík ungmenni við eigum. 

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, er í ár haldin í formi svæðistónleika um land allt. Á uppskeruhátíð Austurlands koma fram nemendur tónlistarskólanna á Vopnafirði, Norðfirði, Fellabæ, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Efnisskráin er afar fjölbreytt, frá háklassík upp í rokk og ról og allt þar á milli. Við þetta hátíðlega tilefni koma fram einleikarar, söngvarar, samspilshópar og hljómsveitir af ýmsu tagi

Fleiri myndir:
Nótan Uppskeruhátíð tónlistarskólanna
Nótan Uppskeruhátíð tónlistarskólanna
Nótan Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Frétta og viðburðayfirlit