mobile navigation trigger mobile search trigger
04.03.2015

Frábært Fjarðaálsmót í Oddsskarði

Fjarðaálsmót Skíðafélags Fjarðabyggðar fór nýlega fram á skíðasvæðinu í Oddsskarði við frábærar aðstæður. Tóku rúmlega sjötíu keppendur þátt á aldrinum 4 ára til 14 ára.

Frábært Fjarðaálsmót í Oddsskarði
Þátttakendur stóðu sig frábærlega. Hér má sjá þau Katrínu Jónsdóttur, Ásdísi Olsen Eðvaldsdóttur og Kára Wilhelm Þórlindsson, sem voru fremst í sínum keppnisflokki.

Skíðafélag Fjarðabyggðar hélt Fjarðaálsmót í Oddsskarði laugardaginn 28. febrúar 2015 síðastliðinn í flottu veðri og góðum aðstæðum.

Það voru rúmlega sjötíu keppendur sem tóku þátt á aldrinum 4 ára til 14 ára og komu þeir keppendur sem mættu til leiks frá Seyðisfirði, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupsstað.

Keppni fór fram í svigi og stórsvigi og margir í yngri flokkunum voru að keppa í fyrsta sinn og stóðu sig rosalega vel.

Keppnin fór vel fram í alla staði og margir sjálboðaliðar sem komu að því að gera gott mót. Vill skíðafélagið þakka öllum fyrir komuna og stuðninginn.

 

Frétta og viðburðayfirlit