Frá og með 19. ágúst munu standa yfir viðgerðir á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar.
English below.
Áætlað er að viðgerðir á þakinu muni standa yfir í nokkrar vikur og hefst verkið á því að efni verður sprautað á þak Fjarðabyggðarhallarinnar. Til að gæta fyllstu varúðar að efnið berist ekki á bíla sem standa næst höllinni förum við þess góðfúslega á leit við íbúa að þeir leggi bílum sem lengst frá Fjarðabyggðarhöllinni á meðan á sprautun stendur, þar sem ryk frá framkvæmdunum geta valdið skemmdum á lakki bíla.
Tilkynnt verður um það þegar sprautun lýkur og óhætt verður að leggja bílum aftur við neðangreind hús.
Á þetta helst við um:
- Melgerði 7, 9, 11 og 13
- Sunnugerði 3, 5b, 7 og Heiðarveg 12b
Óskað er eftir heimild bíleiganda sem ekki færa bílana, af einhverjum orsökum, að fá leyfi til að setja ábreiðu yfir bíla sem verða eftir á bílastæðum næst Fjarðbyggðarhöllinni.
Beðist er velvirðingar á þeirri truflun sem getur hlotist af þessu fyrir íbúa.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Hilmi Þór, stjórnanda þjónustu- og framkvæmdarmiðstöðvar í síma 860 4540 eða á netfangið: hilmir.asbjornsson@fjardabyggd.is