mobile navigation trigger mobile search trigger

Jólasmásagnakeppni 2023 - Opið fyrir innsendingar

01.12.2023 - 11.12.2023

Menningarstofa Fjarðabyggðar í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð efnir nú fjórða árið í röð til til jólasmásagnakeppni grunnskólanema á aðventunni. Þátttaka er opin öllum nemendum grunnskóla Fjarðabyggðar en veitt verða verðlaun fyrir bestu sögurnar í þremur aldurshópum grunnskólans – fyrir yngsta stig, miðstig og efsta stig.

Jólasmásagnakeppni 2023 - Opið fyrir innsendingar
Sögurnar mega vera um hvað sem er og hvernig sem er: Jólasveina, jólaketti, jólagjafir, álfa og þess vegna geimverur, dreka, ofurmýs og galdrameistara en innsendar sögur þurfa að tengjast hátíðunum í kringum jólin með einhverjum hætti, eiga sér stað um jólin, áramótin og dagana þar um kring.
Reglurnar eru eins og áður eftirfarandi:
Sagan verður að tengjast jólunum á einhvern hátt og hún verður að vera að lágmarki 150 orð en að hámarki 1500. Ef höfundur myndskreytir söguna sína þá má taka ljósmyndir af myndskreytingunum og senda þannig inn með sögunni.
Munið að lesa söguna vel yfir og lagfæra stafsetningu áður en hún er send inn. Gott er að fá aðstoð frá einhverjum í skólanum eða fjölskyldunni með það og nauðsynlegt er að slá söguna inn í tölvu. Sagan verður að vera á íslensku og hún verður að vera frumsamin.
Sögur má senda á netfangið menningarstofa@gmail.com
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram við innsendingu: Nafn höfundar, skóli og bekkur, netfang og símanúmer forráðamanna.
Skilafrestur rennur út 11. desember en vinningssögurnar í hverjum aldurshópi verða birtar á milli jóla og nýárs á Facebook-síðu Menningarstofu Fjarðabyggðar.
Vegleg bókaverðlaun verða veitt fyrir bestu jólasmásögurnar í þremur aldurshópum – yngsta stig, miðstig og efsta stig.

Frétta og viðburðayfirlit