Við reglubundið eftirlit með neysluvatni á Stöðvarfirði kom í ljós að vatnið er örverumengað. Um er að ræða e.coli og kolígerla, sem gefur til kynna að vatnið er mengað af saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum. Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka, sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni (baðstaðir í 1. flokki skv. reglugerð nr. 460/2015 um baðvatn á baðstöðum í náttúrunni).
29.07.2025
Neysluvatnið er mengað af völdum örvera á Stöðvarfirði

Leiðbeiningar um suðu á vatni: Suða neysluvatns leiðbeiningar.