mobile navigation trigger mobile search trigger
17.03.2015

Opið í Oddsskarði vegna sólmyrkvans

Skíðamiðstöðin í Oddsskarði verður opin 20. mars, kl. 08:30 til 11:00. Þaðan má fylgjast með sólmyrkvanum úr allt að 850 metra hæð, með glæsilegu útsýni yfir Atlantshafið. Hér má sjá sólstöðuna frá Oddsskarði um það leyti sem sólmyrkvinn verður.

Opið í Oddsskarði vegna sólmyrkvans
Þessi mynd var tekin nýlega í Oddsskarði og sýnir sólstöðuna um það leyti sem myrkvinn verður. (Ljósm. Dagfinnur Ómarsson)

Skíðamiðstöðin í Oddsskarði verður opin 20. mars nk. klukkan 08:30 til 11:00 í tilefni af sólmyrkvanum. Topplyftan verður opin og einnig veitingasalan í skíðaskálanum. Sólmyrkvagleraugu verða til sölu á staðnum. Aðgangur er skv. gjaldskrá (vetrarkort gilda).

Gera má ráð fyrir að aðstaðan í Oddsskarði verði einstök til að fylgjast með þessu sjaldsgæfa sjónarspil náttúrunnar, en sjá má sólmyrkvann þaðan úr allt að 850 metra hæð, með glæsulegu útsýni yfir Gerpissvæðið og Atlantshafið. 

Sólmyrkvinn er almyrkvi, sem sjást mun í Færeyjum og á Svalbarða. Ferill myrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands og verður verulegur deildarmyrkvi hér á landi. Hann sést best á Austurlandi eða 99,4% eins og sjá má myndinni hér að neðan. Í Reykjavík mun tunglið hylja 97,5% sólu.

Deildarmyrkvinn hefst m.v. Norðfjörð kl. 08:41 og lýkur 10:46.

Þetta er síðasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu fram til 12. ágúst 2026. Ferill þess sólmyrkva liggur í gegnum Reykjavík.

Minnt er á notkun sólmyrkvaglerauga, en án viðeigandi hlífðarbúnaðs getur það valdið varanlegum augnskaða að horfa á sólina. Sólmyrkvagleraugum hefur verið dreift ókeypis til grunnskólabarna í Fjarðabyggð. Að dreifingunni standa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá og hefur þessi sérútbúni hlífðarbúnaður borist öllum grunnskólabörnum landsins að gjöf. 

Nánar um sólmyrkvann

Fleiri myndir:
Opið í Oddsskarði vegna sólmyrkvans
Opið í Oddsskarði vegna sólmyrkvans

Frétta og viðburðayfirlit