23. - 26. júlí
Sirkus Íslands mun sækja Fjarðabyggð heim um helgina og bjóða upp á fjölbreytt úrval sýninga, fjölskyldu- sem og fullorðinssýninga.
23. - 26. júlí
Sirkus Íslands mun sækja Fjarðabyggð heim um helgina og bjóða upp á fjölbreytt úrval sýninga, fjölskyldu- sem og fullorðinssýninga.
Sirkus Íslands heldur áfram ferð sinni um landið en hópurinn var á Húnavöku á Blönduósi um helgina og mun stoppa næst á Fáskrúðsfirði þar sem hátíðin Franskir dagar fer fram.
Sirkusinn mun bjóða upp á þrjár tegundir sýninga frá fimmtudegi til sunnudags. Fjölskyldusýningin Heima er best er stóra sirkussýningin og S.I.R.K.U.S. er sniðin að leikskólaaldri; í henni eru ekki eins mikil læti og er hún styttri en Heima er best. Að lokum er það svo fullorðinssýningin Skinnsemi þar sem sirkuslistafólkið sleppir fram af sér beislinu en sú sýning er bönnuð innan 18.
Á ferðalaginu eru 25 sirkuslistamenn sem sjá um að sýna, setja upp tjald og taka það niður, selja poppkorn, snúa kandíflosi, elda fyrir hvort annað og taka vaktir í miðasölunni.
Miðasalan er við tjaldið á sýningardögum og einnig á miði.is.