mobile navigation trigger mobile search trigger
15.06.2020

Skólaliði við Nesskóla

Skólaliði óskast til starfa í Nesskóla. Um er að ræða 60 - 80% stöðu tímabundið skólaárið 2020 – 2021, (góður möguleiki á framlengingu). Starf skólaliða felst m.a. í þrifum á skólahúsnæði, gæslu í frímínútum og aðstoðar í matsal á matmálstímum.

Hæfniskröfur:

  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Ábyrgð og stundvísi.

Neskaupstaður er stærsti byggðakjarni Fjarðabyggðar með hátt þjónustustig. Þar er bæði góður leikskóli og framhaldsskóli, Fjórðungssjúkrahús Austurlands, öflugt íþróttastarf o. m. fl. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika.

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, sakavottorð, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans; www.nesskoli.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri í síma 4771124 / 8461374 eða á eysteinn@skolar.fjardabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní.

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér

Frétta og viðburðayfirlit