mobile navigation trigger mobile search trigger
13.06.2019

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð auglýsir starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs laust til umsóknar.

Starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs er nýtt starf í stjórnkerfi Fjarðabyggðar og heyrir það undir bæjarstjóra. Sviðsstjóri er yfirmaður fjölskyldusviðs og ber hann stjórnunarlega ábyrgð á málaflokkum sviðsins. Í starfinu felst þróun starfsemi sviðsins með framtíðarsýn bæjaryfirvalda að leiðarljósi þar sem málefni fjölskyldunnar eru í forgrunni.

Leitað er að dugmiklum einstaklingi með mikinn áhuga og reynslu af stjórnun og teymisstarfi. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli hæfni til að leiða breytingar, skipuleggja og virkja samstarfsmenn til samráðs og samvinnu um málefni fjölskyldunnar með það að markmiði að áherslur fjölskyldustefnu sveitarfélagsins nái fram að ganga.

Helstu verkefni:
• Yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir starfið m.a. félagsmála, fræðslumála, íþrótta- og tómstundamála.
• Ábyrgð á samræmingu og samhæfingu félagsþjónustu, skóla- og íþróttastarfs.
• Þróun öflugs stjórnendateymis innan sviðsins.
• Þróun markmiða, mælikvarða og verkferla sem styðja við sýn og stefnu sveitarfélagsins.
• Að byggja upp heildstæða samhæfða þjónustu við fjölskyldur.
• Að auka samstarf og samþættingu starfsemi sviðsins þvert á málaflokka.
• Að koma á og efla sérfræðiþjónustu innan sviðsins og tryggja tengingu hennar þvert á málaflokka.
• Frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja samfélagið í Fjarðabyggð.

Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun.
• Meistaragráða er æskileg.
• Haldgóð þekking og reynsla á rekstri, teymisvinnu stjórnun og stefnumótun.
• Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar-og fjárhagsáætlana.
• Þekking á helstu upplýsingakerfum.
• Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
• Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
• Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur.

Starfið gegnir veigamiklu hlutverki í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega vinnu.
Launakjör eru samkvæmt launakerfi sviðsstjóra hjá sveitarfélaginu.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Allar frekari upplýsingar veitir Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í síma 470 9000 eða á netfanginu karl.petursson@fjardabyggd.is  

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2019. 

Starfslýsing.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Fjarðabyggðar.

Frétta og viðburðayfirlit