mobile navigation trigger mobile search trigger
07.03.2024

Talmeinafræðingur í skólaþjónustuna á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar

Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af talmeinafræði? Hefur þú brennandi áhuga á því að vinna með börnum? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga jafnt fullorðinna og barna með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Helstu verkefni:

  • Heldur utan um og framkvæmir greiningar á mál- og talörðugleikum nemenda.
  • Aðstoðar við greiningu námsþarfa einstakra nemenda og mat á mögulegum úrræðum innan skóla sem utan.
  • Annast talþjálfun þeirra nemenda sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins varðandi talmeinaþjónustu.
  • Annast eftirfylgd og mat á árangri í samstarfi við starfsfólk skóla og/eða skólaþjónustu.
  • Veitir starfsfólki leik- og grunnskóla fræðslu, stuðning og ráðgjöf.
  • Heldur utan um skráningar er varðar þjónustuna sem sveitarfélagið veitir.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um háskólamenntun á sviði talmeinafræði og réttindi til starfa sem talmeinafræðingur á Íslandi
  • Reynsla af starfi í skólaþjónustu er æskileg.
  • Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
  • Góð almenn tölvukunnátta og geta til að nýta fjarvinnubúnað í starfi.
  • Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
  • Þekking á One CRM skjalakerfinu er kostur

Starfslýsing talmeinafræðings

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Öll kyn er hvött til að sækja um stöðuna.

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2024

Frekari upplýsingar veitir Anna Marín Þ. Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu. anna.thorarinsdottir@fjardabyggd.is sími: 8692679

Frétta og viðburðayfirlit