mobile navigation trigger mobile search trigger
22.04.2014

Allt undir hjá Þrótti í kvöld

Fjórði leikurinn í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna fer fram í Íþróttahúsinu í Neskaupstað í kvöld þriðjudagskvöldið 22. apríl. Þróttarastelpur eru undir í einvíginu 2-1 og er því að duga eða drepast fyrir þær. Afturelding getur nælt sér í annan Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á þremur árum.

Allt undir hjá Þrótti í kvöld

Afturelding sækir Þróttarastelpur heim í 4. leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Gestirnir eru yfir 2-1 í einvíginu og unnu þegar liðin léku í Neskaupstað föstudaginn 11. apríl. Þróttur Nes vann fyrsta leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ 2-3 í æsispennandi leik. Afturelding vann svo 1-3 í Neskaupstað og svo 3-0 á heimavelli mánudaginn 14.apríl. Nú er komið að fjórða leiknum og vinni Afturelding leikinn hampar liðið Íslandsmeistaratitlinum í blaki kvenna í annað sinn í sögu félagsins. Fari svo að heimakonur vinni fjórða leikinn, og jafni þar með einvígið, verður oddaleikur um titilinn næstkomandi föstudagskvöld í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. 

Leikurinn hefst kl. 19.30 í Íþróttahúsinu í Neskaupstað

Hægt verður að fylgjast með leiknum hér.

Frétt af www.bli.is

Frétta og viðburðayfirlit