mobile navigation trigger mobile search trigger
30.04.2024

Útboð á tjaldsvæðum í Fjarðabyggð

Á dögunum voru opnuð tilboð í rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Alls bárust tilboð frá sex aðilum í mismunandi tjaldsvæði í Fjarðabyggð. Engin tilboð bárust í tjaldsvæðið á Eskifirði og Norðfirði.

Útboð á tjaldsvæðum í Fjarðabyggð

Eftirtaldir aðilar buðu í tjaldsvæðin:

  • Ferðaþjónustan Fossárdal ehf. bauð í tjaldsvæðin á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdal.  
  • GVÞ eignir ehf. bauð í tjaldsvæðin á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði.  
  • Umhverfisþjónusta Austurlands ehf var með frávikstilboð í öll tjaldsvæði og svo tjaldsvæðið á Reyðarfirði.  
  • Fasteignafélagið Tudor ehf. bauð í tjaldsvæðið á Reyðarfirði.
  • Hábeinn ehf. bauð í tjaldsvæði á Reyðarfirði og Jökultindur ehf. (óstofnað) bauð í tjaldsvæðið á Stöðvarfirði.

Ákveðið var að ganga að tilboði Ferðþjónustunnar Fossárdal ehf. í tjaldsvæðin á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Þessa dagana er verið að afhenda nýjum eiganda tjaldsvæðin og hefur hann hafið undirbúning að opnun þeirra.

Samhliða samningnum var gerður samningur milli aðila um rekstur tjaldsvæðanna á Norðfirði og á Eskifirði í sumar. Þar sem tjaldsvæðin á Norðfirði og Eskifirði eru ekki á framtíðarstaðsetningu samkvæmt skipulagi, þá mun Fjarðabyggð og Ferðaþjónustan Fossárdal ræða saman um frekari aðkomu félagsins á framtíðarrekstri tjaldsvæðanna beggja síðar á árinu.

Félagið Ferðaþjónustan Fossárdal er fjölskyldurekið fyrirtæki sem um árabil hefur byggt um öfluga ferðaþjónustu í samnefndum dal í Berufirði við góðan orðstýr. Markmið Fjarðabyggðar með sölunni og samningunum er að efla ferðaþjónustu í sveitarfélaginu á sjálfbærum grunni og vonast til að nýr eigandi og rekstraraðili efli þennan rekstur í framtíðinni.

Frétta og viðburðayfirlit