mobile navigation trigger mobile search trigger
03.06.2014

Árangur af forvörnum að skila sér

Neysla nemenda í 10. bekk Fjarðabyggðar á áfengi og nef- eða munntóbaki er tvisvar til þrisvar sinnum minni en neysla jafnaldra þeirra á landsvísu. Til marks um heilbrigt lífsviðhorf ungs fólks í Fjarðabyggð og öflugar forvarnir að sögn Þóroddar Helgsonar, fræðslustjóra.

Árangur af forvörnum að skila sér
Niðurstöður úr rannsókn Rannsóknar og greiningar sem framkvæmd var fyrr á þessu ári leiða í ljós mun minni notkun vímuefna hjá 10. bekkingum í Fjarðabyggð en hjá jafnöldrum á landsvísu.
Aðeins tvö prósent nemenda í 10. bekk Fjarðabyggðar hafa orðið ölvaðir síðastliðna 30 daga og sama hlutfall þeirra hafa notað nef- eða munntóbak. Þetta er tvisvar til þrisvar sinnum minni neysla en á landsvísu. 
 
Hlutfall nemenda í 10. bekk Fjarðabyggðar sem hafa notað önnur fíkniefni einu sinni eða oftar um ævina er einnig töluvert lægra en á landsvísu en þar af hafa flestir notað marijúanna einu sinni eða oftar um ævina eða fimm prósent miðað við sex prósent 10. bekkinga á landinu.
 
Upplýsingarnar eru fengnar úr rannsókn Rannsóknar og greiningar sem framkvæmd var fyrr á þessu ári. Í sömu rannsókn voru kannaðir margir félagslegir þættir svo sem tómstundir, tölvunotkun, útivistartími, samvera með foreldrum, líðan í skóla og samskipti við foreldra.
 
Niðurstöðurnar verða nú kynntar í skólum, meðal foreldra og í fræðslu- og frístundanefnd. 
 
Þóroddur Helgason, fræðslustjóri, sagði niðurstöðurnar mikið fagnaðarefni og ánægjulegt að vita að vel hafi tekist til í forvörnum ekki bara hér í Fjarðabyggð heldur á landinu öllu. Þessar jákvæðu niðurstöður hvetja okkur til dáða til að standa enn betur að öllu fræðslu- og frístundastarfi.

„Við erum stolt af ungmennunum okkar og þeirra heilbrigðu lífsviðhorfum. Framundan er vinna við endurskoðun á fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar og þar munu fulltrúar ungmennaráðs Fjarðabyggðar taka virkan þátt og hafa þannig áhrif á framþróun samfélagsins okkar hér í Fjarðabyggð."
 
Fleiri myndir:
Árangur af forvörnum að skila sér

Frétta og viðburðayfirlit