mobile navigation trigger mobile search trigger
08.12.2014

Bæjarráð ályktar um skipan lögreglumála á Austurlandi

Bæjarráð Fjarðabyggðar ályktaði á fundi sínum fyrr í dag um mikilvægi þess að lögreglan á Hornafirði verði áfram hluti af umdæmi lögreglunnar á Austurlandi, líkt og verið hefur frá árinu 2007.

Bæjarráð ályktar um skipan lögreglumála á Austurlandi
Lögreglan á Hornafirði hefur verið hluti af umdæmi lögreglunnar á Austurlandi frá árinu 2007. (Ljósmynd: RÚV)

Eftirfarandi ályktun bæjarráðs Fjarðabyggðar frá því fyrr í dag hefur verið send innanríkisráðherra ásamt þingmönnum Norðausturkjördæmis:

„Bæjarráð Fjarðabyggðar telur mjög mikilvægt að lögreglan á Hornafirði verði áfram hluti af umdæmi lögreglunnar á Austurlandi, líkt og verið hefur frá árinu 2007 þegar hún var sameinuð embættti sýslumannsins á Eskifirði. Reynslan af því samstarfi hefur verið góð. Ekki er forsvaranlegt að slíta í sundur nýtt embætti lögreglunnar á Austurlandi þegar ekki liggur fyrir fjárhagsleg greining á styrk þess. Ef til breytinga kemur verður að liggja fyrir að nýtt embætti lögreglustjóra á Austurlandi verði styrkt frekar til að það geti sinnt hlutverki sínu í framtíðinni. Þá er áréttað að sveitarfélagið Hornafjörður á enn samstarf með Austurlandi á ýmsum sviðum, samanber Vinnumarkaðsráð, Heilbrigðiseftirlit Austurlands, austurumdæmi Matvælastofnunar o.fl.“

 

 

Frétta og viðburðayfirlit