mobile navigation trigger mobile search trigger
13.11.2014

Bílabíóið á Mjóeyri frumsýnir Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum

Bílabíóið á Mjóeyri frumsýnir á Austurlandi Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum, vinsælustu kvimynd ársins. Frumsýningin verður föstudaginn 14. nóvember og eru tvær sýningar, kl. 18:00 og 20:00. 

Bílabíóið á Mjóeyri frumsýnir Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum

Bílabíóið á Mjóeyri frumsýnir á Austurlandi Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum. Frumsýningin verður föstudaginn 14. nóvember og eru tvær sýningar, kl. 18:00 og 20:00.

Þessi fjórða mynd félaganna hefur slegið rækilega í gegn og hefur trónað í efsta sæti aðsóknarmestu kvikmynda hér á landi frá því að hún var frumsýn 31. okt. sl.

Opnunarhelgi myndarinnar var sú stærsta á árinu 2014 og önnur stærsta opnunin heilt yfir á íslenskri kvikmynd. Kvikmyndin hlaut frábæra aðsókn um allt land og á landsbyggðinni féllu einnig nokkur met.

Í myndinni komast vinirnir Sveppi og Villi að því að erkióvinur þeirra hyggur enn á landsyfirráð og hefur í þetta sinn byggt alveg ægilega dómsdagsvél sem getur komið af stað jarðskjálftum og eldgosum.

Eins og áður segir, verður myndin sýnd á morgun, föstudaginn 14. nóvember, en ekki á nk. sunnudag eins og misritaðist í auglýsingu. Aðgangseyrir er kr. 500 og sér fjáröflunarhópur 10. bekkjar Grunnskólans á Eskifirði um innheimtu ásamt sölu á poppi og kóki. Gengið verður á milli bíla á meðan á sýningu stendur, eins og venja er í bílabíói.

Sjá kynningu á myndinni

Frétta og viðburðayfirlit