mobile navigation trigger mobile search trigger
02.07.2021

Curver opnar Tónlistarhornið í gömlu Netagerðinni í Neskaupstað

Klukkan 15:00 - 17:00

Á morgun, laugardaginn 3. júlí, opnar listamaðurinn Curver Thoroddsen innsetninguna Tónlistarhornið í gömlu Netagerðinni í Neskaupstað í samstarfi við Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Curver opnar Tónlistarhornið í gömlu Netagerðinni í Neskaupstað

Um er að ræða skemmtilega innsetningu fyrir alla fjölskylduna þar sem ungum sem öldnum gefst tækifæri til leika með og á margvísleg hljóðfæri.

Innsetningin opnar á morgun kl. 15.00 og verður opin til 17.00. Einnig verður hún opin sunnudaginn 4. júlí frá kl. 13.00 til 15.00 og sunnudaginn 11. júlí frá 12.00 til 16.00.

 

Aðgangur er ókeypis.

Frétta og viðburðayfirlit