mobile navigation trigger mobile search trigger
30.05.2014

Dúx VA með 9,62

Verkmenntaskóla Austurlands var slitið við hátíðlega athöfn í 28 skipti laugardaginn 24. maí síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni í Kirkju- og menningamiðstöð Fjarðabyggðar. Katrín Hulda Gunnarsdóttir var dúx skólans að þessu sinni, en hún útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,62.

 

Dúx VA með 9,62

Verkmenntaskóla Austurlands var slitið við hátíðlega athöfn í 28 skipti laugardaginn 24. maí síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni í Kirkju- og menningamiðstöð Fjarðabyggðar.

Alls brautskráðust 36 nemendur af 7 brautum. Katrín Hulda Gunnarsdóttir var dúx skólans að þessu sinni, en hún útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,62.

Katrín Hulda hlaut einnig verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í íslensku, stærðfræði, náttúrufræðigreinum og raungreinum. Hún tók einnig þátt í tveimur eða fleiri leiksýningunum og vann ötullega í listaakademíu skólans sem starfrækt hefur verið við skólann um nokkurra ára skeið, líkt og kemur fram í tilkynningu.

12 brautskráðust af félagsfræðibraut, 7 af náttúrufræðibraut, 5 úr rafvikjun, 2 með iðnmeistarapróf í rafvirkjun, 6 úr húsasmíði, 2 af sjúkraliðabraut og 2 af braut fyrir leiðbeinendur í leikskólum.

Frétt af www.mbl.is

Frétta og viðburðayfirlit