mobile navigation trigger mobile search trigger
04.02.2015

Eitt stærsta gasmengunargos sögunnar

Eldgosið í Holuhrauni er með stærri gasgosum sem sögur fara af. Sigmælingar benda til að gosinu ljúki jafnvel ekki fyrr en þar næsta vor. Fjallað var um stöðu gossins og væntrar þróunar á upplýsingafundum í Fjarðabyggð í gær.

Eitt stærsta gasmengunargos sögunnar
Einnig var fjallað um áhrif SO2 mengunar á heilsu og líðan fólks. Þær upplýsingar sem komu fram á fundunum í gær má finna á upplýsingavef Fjarðabyggðar hér á vef sveitarfélagsins.

Eldgosið í Holuhrauni er með stærri gasgosum sem sögur fara af. Sigmælingar benda til að gosinu ljúki jafnvel ekki fyrr en þar næsta vor, en niðurstöður úr þeim benda til þess að gosið muni standa í 300 til 600 daga.

Enda þótt eldgosið sé jafn gasríkt og raun ber vitni, en er hún langt undir daglegri SO2 mengun innan Evrópusambandsins, svo að dæmi sé tekið.

Fjallað var um stöðu gossins og væntrar þróunar á upplýsingafundum sem fram fóru í gær á Reyðarfirði og í Neskaupstað. 

Til máls tóku sérfræðingar frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands, Veðurstöfu Íslands, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni, en fundirnir voru haldnir í samstarfi Fjaraðbyggðar og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Einnig var fjallað um viðbragðsáætlanir á Austurlandi vegna eldgossins, sem verið er að leggja lokahönd á. Þær áætlanir taka til öskufalls af völdum sprengigoss í Bráðabungu. Eldgosið í Holuhrauni er spurngugos út frá eldstöðinni og því lengur sem því vindur fram, þeim mun minni líkur eru taldar á sprengigosi.

Gerð verður nánari grein fyrir þeim upplýsingum sem komu fram á fundunum á upplýsingavef Fjarðabyggðar hér á vef sveitarfélgsins á næstu dögum.

Frétta og viðburðayfirlit