mobile navigation trigger mobile search trigger
15.12.2014

Ekkert ferðaveður

Leitast verður við að halda götum opnum í öllum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar í dag. Ófært eða þungfært er á öllum leiðum á Austurlandi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Ekkert ferðaveður
Oddsskarð er lokað sem stendur. Einnig eru vegir um Fagradal og Fjarðaheiði lokaðir. (Mynd: visir.is)

Leitast verður við að halda götum opnum í bæjarkjörnum Fjarðabyggðar í dag. Snjóruðningstæki hafa verið að frá því snemma í morgun og verða götur ruddar eftir því sem aðstæður leyfa.

Samkvæmt vindaspá Veðurstofunnar nam vindstyrkur um 18 til 24 m/sek. um hádegisbil í fjörðum sveitarfélagsins. Ekki er gert ráð fyrir að vind lægi fyrr en með kvöldinu og sums staðar ekki fyrr en undir miðnætti.

Ófært eða þungfært er á öllum leiðum á Austurlandi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Vegurinn um Oddsskarð er ófær og sömu sögu er að segja um Fagradal og Fjarðaheiði. Þæfingur er á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og krap á veginum á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Þá er hálka á veginum á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.

Sjá vindaspá Veðurstofunnar á Austfjörðum

Sjá upplýsingar Vegagerðarinnar um færð á Austurlandi

Sjá frétt á ruv.is (kl. 12:54)

 

Frétta og viðburðayfirlit