mobile navigation trigger mobile search trigger
28.04.2014

Evrópumeistaramótið í keltneskum fangbrögðum

UÍA átti þrjá keppendur í landsliði Íslands sem keppti á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum í Leon á Spáni um nýliðna helgi.  Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið góður og 6 verðlaun staðreynd í lok móts.

Evrópumeistaramótið í keltneskum fangbrögðum
Ásmundur (2. f.v.), Hjörtur (3. f.v.) og Eva (lengst til hægri) voru fulltrúar Fjarðabyggðar í liði UÍA.

UÍA átti þrjá keppendur í landsliði Íslands sem keppti á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum í Leon á Spáni um nýliðna helgi.  Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið góður og 6 verðlaun staðreynd í lok móts.

Eva Dögg Jóhannsdóttir hlaut ein silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun og Ásmundur H. Ásmundsson hlaut tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.

 

Frétta og viðburðayfirlit